Hneyksluð vegna árása að Taylor Atli Arason skrifar 2. júní 2023 17:44 Anthony Taylor ásamt öryggisvörðum á flugvellinum í Budapest. Twitter PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31