Hneyksluð vegna árása að Taylor Atli Arason skrifar 2. júní 2023 17:44 Anthony Taylor ásamt öryggisvörðum á flugvellinum í Budapest. Twitter PMGOL, samtök dómara á Englandi, hafa fordæmt árásir sem dómarinn Anthony Taylor varð fyrir á flugvellinum í Budapest í gær. UEFA hefur einnig gefið út yfirlýsingu. Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Taylor dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar á milli Roma og Sevilla á miðvikudaginn síðastliðinn. Roma tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni en bæði leikmannahópur og stuðningsmenn Roma voru verulega ósáttir við frammistöðu Taylor í leiknum. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var manna fyrstur að láta Taylor heyra það í bílakjallara á Puskas vellinum í Budapest. Mourinho sparaði ekki F-orðið þegar hann lét Taylor vita hvað honum fannst. Á flugvellinum í Budapest í gær áreittu stuðningsmenn Roma dómarann sem þurfti að komast leiða sinna með aðstoð öryggisvarða á flugvallarins. Einn stuðningsmaður liðsins hefur í kjölfarið verið handtekinn en m.a. var hrækt og kastað stól í áttina að Taylor og fjölskyldu. Referee Anthony Taylor, getting attacked at the airport by Roma fans.This is absolutely disgusting to see, wow! pic.twitter.com/q9g23LrBu3— Football Away Days (@FBAwayDays) June 1, 2023 Dómarasamtökin PMGOL gáfu í morgun út yfirlýsingu vegna málsins. „Við erum hneyksluð vegna þess óréttláta og ógeðfellda áreiti í garð Anthony og fjölskyldu hans þegar hann ferðast heim eftir að hafa dæmt úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Við munum veita honum og fjölskyldu hans okkar stuðning,“ segir í yfirlýsingu PMGOL. PGMOL statement on Anthony Taylor: "We are appalled at the unjustified and abhorrent abuse directed at Anthony and his family as he tries to make his way home from refereeing the UEFA Europa League final. We will continue to provide our full support to Anthony and his family."— Tom Roddy (@TomRoddy_) June 1, 2023 UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur einnig brugðist við málinu þar sem sambandið hvetur leikmenn, knattspyrnustjóra og stuðningsmenn til að koma fram við dómara af virðingu. Sambandið lofar að tryggja öryggi dómara betur og ætlar að rannsaka málið til hlítar. „UEFA er í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld og öryggisverði flugvallarins á Budapest. Við munum fara vandlega yfir málið og atvik þess og innleiða frekari öryggisgæslu í næstu viðburðum sambandsins,“ segir m.a. í yfirlýsingu UEFA.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30 Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ráðist að Anthony Taylor og fjölskyldu á flugvellinum í Búdapest Stuðningsmenn Roma réðust að Anthony Taylor og fjölskyldu hans þegar þau hugðust ferðast frá Búdapest í dag. Taylor dæmdi úrslitaleik Sevilla og Roma í Evrópudeildinni í gær. 1. júní 2023 22:30
Mourinho úthúðaði dómaranum Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. 1. júní 2023 06:31