„Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 11:31 Ósk Gunnarsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir ræddu um áhrifin sem verkfall BSRB hefur haft á líf þeirra. Báðar eiga þær börn í Kópavogi. Bylgjan Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. „Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira