Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar
Samningafundi forrystufólks BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk laust fyrir klukkan tvö liðna nótt.
Fundarhöld höfðu þá staðið frá klukkan átta í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef RÚV og haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB, að viðræður hefðu þokast í rétta átt og að jákvætt sé að samtalinu verði fram haldið og þá er hefur verið boðað til nýs fundar klukkan 13 í dag. Það verður að koma í ljós hvort þessi miklu fundarhöld skili BSRB og SÍS kjarasamningi.
Verkföll BSRB hafa staðið yfir í vel rúmar tvær vikur en stigmögnun aðgerða hefur verið boðuð eftir helgi ef samningar nást ekki fyrir þann tíma en þær aðgerðir hafa áhrif á sumarnámskeið grunnskólabarna meðal annars.
Í gærkvöldi stóð BSRB fyrir baráttufundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði og þá stóðu foreldrar í Kópavogi fyrir öðrum baráttufundi í hádeginu í gær þar sem stappfullt var og mikill hugur í fólki.
Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að fundur yrði klukkan 11 í dag. Hið rétta er að hann hefst klukkan 13. Þá er það forrystufólk sem fundar en ekki samninganefndir.
Forystumenn samningsaðila BSRB og Samtaka íslenskra sveitarfélaga koma saman í Karphúsinu í kvöld, að beiðni aðstoðarríkissáttasemjara, sem sér um deiluna.
Mikill fjöldi fólks ruddist inn á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar skömmu fyrir hádegi eftir að það hafði komið saman, staðið og mótmælt fyrir utan skrifstofur sveitarfélagsins klukkan 11 til að sýna leikskólastarfsmönnum stuðning.
Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.