Fótbolti

Tap hjá liði Elíasar Más

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elías Már minnti á sig í dag.
Elías Már minnti á sig í dag. vísir/Getty

NAC Breda tapaði 2-1 gegn Emmen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Breda lauk deildakeppninni í sjötta sæti deildarinnar og fór þar með í umspil um sæti í úrslitakeppni þar sem barist verður um sæti í úrvalsdeildinni. Emmen hafnaði hins vegar í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildinnar og er því að berjast um að falla ekki niður um deild.

Elías Már var í byrjunarliði Breda í kvöld sem lenti 2-0 undir strax í fyrri hálfleik. Elías Már var tekinn af velli í hálfleik og lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með 2-0 sigur af hólmi. Heimamenn í Breda náðu hins vegar að minnka munnin á fjórðu mínútu uppbótartíma, mark sem gæti reynst mikilvægt fyrir síðari leik liðanna.

Liðin mætast á nýjan leik á heimavelli Emmen á laugardag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.