Segir Sveindísi einn besta skyndisóknarleikmann heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 08:30 Sveindís Jane Jónsdóttir þykir einn hættulegasti leikmaður Wolfsburg. getty/Boris Streubel Þjálfari Arsenal segir Sveindísi Jane Jónsdóttur vera einn besta skyndisóknarleikmann heims. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira