Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München. Mark Wieland/Getty Images „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira