Rico hlaut þungt höfuðhögg í gær eftir að hafa fallið af hesbaki á Spáni.
Staða Rico er enn alvarleg en hann liggur inni á gjörgæsludeild á sjúkarhúsi í nágrenni Sevilla.
Fjölskylda hans hefur gefið út yfirlýingu varðandi liðan Rico á þessari stundu.
„Næstu 48 klukkustundir skipta höfuðmáli í hans baráttu. Við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta þróast en við höldum í vonina um að allt muni fara vel.“
Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn á þessum krefjandi tímum.