Fótbolti

Næstu tveir sólar­hringar mikil­vægir í bar­áttu Rico

Aron Guðmundsson skrifar
Sergio Rico, markvörður Paris Saint-Germain
Sergio Rico, markvörður Paris Saint-Germain Vísir/Getty

Fjöl­skylda Sergio Rico, mark­manns franska úr­vals­deildar­fé­lagsins Paris Saint-Germain, sem nú liggur inn á gjör­gæslu­deild á sjúkra­húsi á Spáni, segir næstu tvo sólar­hringa skipta höfuð­máli í bar­áttu leik­mannsins.

Rico hlaut þungt höfuðhögg í gær eftir að hafa fallið af hesbaki á Spáni. 

Staða Rico er enn alvarleg en hann liggur inni á gjörgæsludeild á sjúkarhúsi í nágrenni Sevilla. 

Fjölskylda hans hefur gefið út yfirlýingu varðandi liðan Rico á þessari stundu. 

„Næstu 48 klukkustundir skipta höfuðmáli í hans baráttu. Við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta þróast en við höldum í vonina um að allt muni fara vel.“

Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn á þessum krefjandi tímum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.