Innlent

Meint hópslags­mál reyndust gamnis­lagur

Árni Sæberg skrifar
Lögregla mætti í miðbæ Reykjavíkur til þess að skerast í leikinn þegar þrír vinir voru að gantast.
Lögregla mætti í miðbæ Reykjavíkur til þess að skerast í leikinn þegar þrír vinir voru að gantast. Vísir/Vilhelm

Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Samkvæmt dagbókarfærslu dagsins var vakt Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á milli 05 og 17 heldur róleg. Aðeins 33 mál voru skráð í skráningarkerfi lögreglunnar.

Þó var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum á sjötta tímanum. Árásarþoli hlaut minni háttar áverka og einn var handtekinn og látinn gista fangageymslu.

Þá var tilkynnt um sofandi mann í stigagangi í Breiðholti skömmu eftir klukkan 05 í morgun. Sá var vakinn og honum skutlað heim til sín.

Önnur verkefni lögreglu voru tengd umferðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×