Enski boltinn

Fyrir­liði Luton hneig niður í leiknum mikil­væga

Aron Guðmundsson skrifar
Lockyer fær aðhlynningu á Wembley í dag
Lockyer fær aðhlynningu á Wembley í dag Vísir/Getty

Ó­hugnan­legt at­vik átti sér stað á Wembl­ey, þjóðar­leik­vangi Eng­lendinga fyrr í dag, þegar að Tom Lockyer, fyrir­liði Luton Town, hneig niður í úr­slita­leik um­spils ensku B-deildarinnar gegn Coventry City.

At­vikið átti sér stað á 10. mínútu leiksins en í kjöl­farið hlaut Lockyer að­hlynningu inn á vellinum áður en hann var borinn af velli á sjúkra­börum.

Sam­kvæmt nýjustu upp­lýsingum er Lockyer nú með með­vitund en hann hefur verið fluttur á nær­liggjandi sjúkra­hús þar sem hann mun gangast undir frekari rann­sóknir.

Sigur­vegarinn í leik Luton Town og Coventry City, sem nú er í gangi, tryggir sér sæti í ensku úr­vals­deildinni á næsta tíma­bili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.