Innlent

Ferða­menn misstu stjórn á bílnum í vindinum

Máni Snær Þorláksson skrifar
Leiðinni um Fagradal var lokað vegna veðurs.
Leiðinni um Fagradal var lokað vegna veðurs. Vísir/Heiður

Ferðamenn sem voru á leið yfir Fagradal urðu fyrir svo sterkri vindhviðu að bíll þeirra fauk út af veginum, valt og endaði á hliðinni. Veginum hefur verið lokað vegna veðurs og er appelsínugul viðvörun enn í gildi á Austfjörðum.

Samkvæmt lögreglunni á Austurlandi slasaðist enginn af ferðamönnunum þremur sem voru um borð í bílnum sem fauk. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að það hafi komið hviða á bílinn með þeim afleiðingum að ferðamennirnir, fóru út af og misstu stjórn á bílnum.

Þá hefur lögreglunni einnig borist tilkynningar um lausamuni að fjúka og þakplötur að losna. Appelsínugul viðvörun hefur verið í gildi á Austfjörðum frá því í morgun.

„Það hefur gengið á með býsna öflugum hviðum, ekki beinlínis sumarlegt í morgun út af vindinum,“ segir Kristján sem bendir þó á að veðrið sé byrjað að skána. „Mér finnst eins og þetta sé að ganga niður og það er í samræmi við spána. Vonandi er þetta bara lokahnykkurinn á vetrinum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×