Fótbolti

Alex og félagar aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alex Þór Hauksson lék áður með Stjörnunni.
Alex Þór Hauksson lék áður með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm.

Eftir fjóra leiki í röð án sigurs eru Alex Þór Hauksson og félagar hans í Öster komnir aftur á sigurbraut í sænsku B-deildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn Landskrona í kvöld.

Alex og félagar byrjuðu tímabilið af miklum krafti og unnu fyrstu fjóra leiki deildarkeppninnar. Eftir það hefur hins vegar hallað undan fæti og liðið var án sigurs í næstu fjórum leikjum, þar af hafði liðið tapað þremur.

Heimamenn í Öster komust þó í forystu snemma leiks með marki frá Dzenis Kozica og það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Erik Hedenquist jafnaði þó metin fyrir gestina á 69. mínútu, en Adam Bergmark-Wiberg tryggði heimamönnum 2-1 sigur fjórum mínútum síðar.

Alex var í byrjunarliði Öster og lék 70 mínútur fyrir liðið. Öster er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir níu umferðir. Landskrona situr hins vegar í sjöunda sæti með 13 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.