Giroud gerði út um Meistaradeildarvonir Juventus

Olivier Giroud sá til þess að AC Milan leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Olivier Giroud sá til þess að AC Milan leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Jonathan Moscrop/Getty Images

Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins er AC Milan vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í næstsíðustu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Juventus þurfti lífsnauðsynlega á sigri að halda til að eiga enn möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en fyrir leik var ljóst að sigur myndi tryggja AC Milan fórða og seinasta Meistaradeildarsætið.

Eins og áður segir var það hinn margreyndi Olivier Giroud sem skoraði eina mark leiksins þegar hann koma AC Milan í forystu stuttu fyrir hálfleikshléið og þar við sat. Niðurstaðan því 1-0 sigur AC Milan og liðið þar með búið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar í það minnsta.

AC Milan er með 67 stig fyrir lokaumferðina, tveimur stigum minna en nágrannar sínir í Inter sem sitja í þriðja sæti og átta stigum meira en Juventus sem situr í sjöunda sæti.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.