Logi Bergmann aftur á skjánum Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2023 08:01 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í upphafi síðasta árs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sneri aftur á sjónvarpsskjáinn í gærkvöldi þegar hann stýrði upphitunarþætti fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Símanum Sport í gærkvöldi. Logi hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í ársbyrjun 2022, en hann fór þá í leyfi frá störfum á útvarpsstöðinni K100 þar sem hann stýrði síðdegisþætti ásamt Sigurði Gunnarssyni. Vítalía greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbústaðarferð auk þess sem Arnar Grant, sem hún átti þá í ástarsambandi við, hefði veitt manni aðgang að líkama hennar fyrir þögn mannsins um samband þeirra. Seinna kom í ljós að umræddur maður var Logi Bergmann. Logi sagðist á sínum tíma saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Þá sagðist hann þegar hafa tjáð viðkomandi eftirsjá sína. Greint var frá því í vor að Logi hefði að undanförnu starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem hann vann að undirbúningi ársfundar samtakanna, auk annarra tilfallandi verkefna. Logi stýrði þættinum í gær ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en í umræddum leik tryggði Manchester United sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili með 4-1 sigri á Old Trafford. Fjölmiðlar Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Logi hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í ársbyrjun 2022, en hann fór þá í leyfi frá störfum á útvarpsstöðinni K100 þar sem hann stýrði síðdegisþætti ásamt Sigurði Gunnarssyni. Vítalía greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbústaðarferð auk þess sem Arnar Grant, sem hún átti þá í ástarsambandi við, hefði veitt manni aðgang að líkama hennar fyrir þögn mannsins um samband þeirra. Seinna kom í ljós að umræddur maður var Logi Bergmann. Logi sagðist á sínum tíma saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Þá sagðist hann þegar hafa tjáð viðkomandi eftirsjá sína. Greint var frá því í vor að Logi hefði að undanförnu starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem hann vann að undirbúningi ársfundar samtakanna, auk annarra tilfallandi verkefna. Logi stýrði þættinum í gær ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en í umræddum leik tryggði Manchester United sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili með 4-1 sigri á Old Trafford.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10
Logi starfar fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi, þar sem hann mun undirbúa ársfund samtakanna og sinna tilfallandi verkefnum. 9. febrúar 2023 06:43