Logi hefur ekkert verið í fjölmiðlum frá því að mál Vítalíu Lazarevu kom upp í ársbyrjun 2022, en hann fór þá í leyfi frá störfum á útvarpsstöðinni K100 þar sem hann stýrði síðdegisþætti ásamt Sigurði Gunnarssyni.
Vítalía greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbústaðarferð auk þess sem Arnar Grant, sem hún átti þá í ástarsambandi við, hefði veitt manni aðgang að líkama hennar fyrir þögn mannsins um samband þeirra.
Seinna kom í ljós að umræddur maður var Logi Bergmann.
Logi sagðist á sínum tíma saklaus af ásökununum en viðurkenndi að hafa farið yfir mörk þegar hann fór inn á herbergi sem hann hefði ekki átt að gera. Þá sagðist hann þegar hafa tjáð viðkomandi eftirsjá sína.
Greint var frá því í vor að Logi hefði að undanförnu starfað hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem hann vann að undirbúningi ársfundar samtakanna, auk annarra tilfallandi verkefna.
Logi stýrði þættinum í gær ásamt Bjarna Þór Viðarssyni, en í umræddum leik tryggði Manchester United sér meistaradeildarsæti á næsta tímabili með 4-1 sigri á Old Trafford.