Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2023 16:10 Ari Edwald, Hreggviður og Þórður stigu allir til hliðar úr áberandi stöðum sínum þegar ásakanirnar komu fram. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi við líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir niðurstöðuna við fréttastofu RÚV. Hún segir að við rannsókn málsins hafi ekki verið rætt við öll vitni í málinu auk þess sem sakargögn vanti. Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mál enn til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar 2021 með viðtali við Vítalíu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál MeToo Tengdar fréttir Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30. júní 2022 10:43