Fótbolti

La Liga gæti útrýmt kynþáttaníð ef deildin hefði næg völd til þess

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Javier Tebas er forseti La Liga.
Javier Tebas er forseti La Liga. Oscar J. Barroso / AFP7 via Getty Images

Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, La Liga, segir að deildin gæti fækkað atvikum þar sem leikmenn deildarinnar verða fyrir kynþáttaníð umtalsvert á næstu mánuðum ef hún hefði réttu tólin til þess.

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um kynþáttaníð í garð leikmanna spænsku úrvalsdeildarinnar undanfarna daga eftir að Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, varð fyrir áreiti í leik liðsins gegn Valencia síðastliðinn sunnudag. Það var ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem Vinícius verður fyrir kynþáttaníð og sagði hann sjálfur að hann væri búinn að fá sig full saddann af aðgerðarleysi deildarinnar.

Áðurnefndur Javier Tebas brást þó illa við gagnrýni Vinícius og lét hann frekar heyra það en að reyna að leysa vandann. Hann segir þó að ef deildin hefði réttu tólin og meiri völd væri auðvelt að tækla vandamálið.

„Ég er viss um það að ef við hefðum meiri völd myndum við eyða þessu vandamáli á nokkrum mánuðum,“ sagði Tebas í samtali við BBC.

„Við myndum allavega bæta stöðuna til muna, sérstaklega í máli Vinícius Júnior. En á meðan við höfum ekki næg völd er það eina sem við getum gert að senda inn kvartanir.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.