Frændhygli innan lögreglunnar umtöluð í áraraðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 19:17 Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ófaglegar ráðningar hafa verið umtalaðar í langan tíma. Bylgjan Formaður Landssambands lögreglumanna segir frændhygli hafa verið umtalaða innan lögreglunnar í áraraðir og lögregluna skorti betri mannauðsstjórn. Hann segir lögreglumenn of hrædda um að gera mistök í starfi og telur þá hverfa frá störfum vegna lélegra launa og mikils álags. Nanna Lind Stefánsdóttir, lögregluþjónn, greindi frá niðurstöðum meistararitgerðar sinnar um brottfall lögreglumanna síðastliðin fimmtán ár í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hún slælega stjórnunarhætti, frændhygli og spillingu vera stóra áhrifaþætti í brottfalli lögreglumanna og breytinga væri þörf innan lögreglunnar. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kom í Reykjavík síðdegis til að ræða niðurstöður ritgerðarinnar, stjórnunarhætti innan lögreglunnar og hverju þurfi að breyta til að lögreglumenn haldist í starfi. Vanti oft bara nafn viðkomandi á auglýsinguna Aðspurður út í spillingu innan lögreglunnar vildi Fjölnir ekki tjá sig um það. Aftur á móti væri það umtalað hjá bæði lögreglunni og ríkinu að fólk væri ráðið í stöðu til eins árs svo hægt væri að ráða það til frambúðar að ári liðnu. „Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum stundum sent bréf til embætta sem eru að auglýsa og spurt „Af hverju settu þau ekki bara nafnið á viðkomandi á auglýsinguna? Þetta á ekki við neinn annan.“ Þannig við höfum stundum sett út á auglýsingar sem eru svo nákvæmar,“ sagði Fjölnir sem sagðist reikna með að Nanna hafi verið að vísa til slíkra vinnubragða. Heyrir þú líka, eins og hún kom inn á í gær, að fólk sé að hverfa frá þessum störfum út af slíkum málum? „Ég hef aldrei vitað af hverju fólk er að hverfa frá störfum. En ég hef nú sagt á opinberum vettvangi að það dugi ekki alltaf bara að mennta fleiri og fleiri lögreglumenn, það þurfi að gera eitthvað til að halda þeim í starfi. Ef þetta er ein af ástæðunum, þá er um að gera að ráðast á þann vanda,“ segir Fjölnir. Vinargreiðar og frændhygli verið umtöluð lengi Þekkjast svona vinargreiðar og að fólk sé að fá framgang umfram aðra út af tengslum við stjórnendur? „Það er ekkert leyndarmál að það hefur verið talað um þetta innan lögreglunnar í mörg ár. En ég hef svo sem engar sannanir fyrir því,“ segir Fjölnir og bætir við að „orðið á göngunum í lögreglunni sé að svona hafi þetta oft verið.“ „Við lögreglumenn höfum reyndar bent á það að mörg embætti þurfa að ráða sér mannauðsstjóra. Stundum er yfirbyggingin of lítil og yfirstjórn því miður ekki nógu góð og þá verður stjórnsýslan kannski verri.“ „Það er dálítið svona gamli sýslumannsbragurinn víða á þessu, lögreglustjórinn ræður eins og sýslumaðurinn réði heilu héraði áður,“ segir Fjölnir sem segir oft skorta rökstuðning á mörgum ráðningum. Lögreglumenn óttist brottrekstur vegna mistaka Það sem Nanna nefndi í gær og er titillinn á ritgerðinni hennar, Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt, var sagt við hana á fyrsta árinu þegar hún byrjaði í sumarstarfi. Þar var verið að reyna að letja hana frá frumkvæðisvinnu. Er þetta eitthvað sem þú kannast við? „Þetta er frasi lögreglumanna síðustu fimmtíu árin, „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“. Þetta á náttúrulega kannski upprunalega við það að margir eru reknir fyrir harkalega handtöku,“ segir Fjölnir. „Það hefur stundum verið sagt að lögreglumenn sem séu útbrunnir í starfi taki alltaf lengri leiðina á vettvang til að lenda ekki í neinu. Það er væntanlega verið að vísa í það en þetta er kannski líka ákveðinn brandari innan lögreglunnar,“ bætir hann við. „Þú ert ekki rekinn ef þú gerir ekki neitt en þú ert rekinn ef þú gerir mistök í starfi og það er það sem lögreglan óttast auðvitað mjög mikið, að gera mistök í starfi. Að fá tíu sekúndur til að taka ákvörðun og gera mistök,“ segir Fjölnir um stærsta ótta lögreglumanna. „Við höfum sagt að það sé auðveldara að gera mistök í heilbrigðiskerfinu en sem lögreglumaður. Landspítalinn verður ákærður ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður en þú persónulega sem lögreglumaður. Það þarf að breyta því. Það þarf að koma til hin svokallaða húsbóndaábyrgð, að embættið taki ábyrgð á sínum starfsmönnum,“ segir Fjölnir. Menntuðum lögreglumönnum fækkað á fimmtán árum Fjölnir segir það löngu tímabært að ráðast í að rannsaka rót vandans til að komast að því hvers vegna lögreglumenn séu að hætta í svo miklum mæli. „Ég tók með mér tölur, 2007 voru 712 starfandi lögreglumenn en 2022 eru þeir 759. Þar af eru 85 ólærðir meðan þeir voru 29 árið 2007. Eins og staðan er núna eru aðeins færri menntaðir lögreglumann en 2007,“ segir Fjölnir. Eru margir þarna úti sem eru sprenglærðir og eru búnir að fá þessa viðbótarmenntun í sínu starfi sem lögreglumenn sem væri fýsilegt að fá til baka? „Mjög margir. Það hafa verið menntaðir milli 20 og 40 lögreglumann á ári síðustu áratugi. Samt er í rauninni engin raunfjölgun. Það er fullt af lærðu fólki þarna úti. Einu sinni var það þannig að það var alltaf beðið eftir kreppu. Þá kæmi fólk aftur í lögregluna. Það færi alltaf í góðærinu og kæmi aftur í kreppunni en það hefur breyst,“ segir hann. Aðspurður hvert lögreglumenn færu þegar þeir hættu sagði Fjölnir að margir færu að vinna sem flugþjónar, aðrir færu til tryggingafélaga og í gegnum tíðina hafi líka margir lögreglumenn líka verið iðnaðarmenn. „Þetta er kannski ekkert ofboðslega vel launað starf fyrir vaktavinnu og álagi. Auðvitað hverfa líka margir úr starfi út af álagi,“ segir Fjölnir og bætir við að margir hverfi frá þegar þeir eignist fjölskyldu og börn. Lögreglan leyni samfélaginu því sem er að gerast Þetta er athyglisvert og það er spurning hvort að það verði farið í eitthvað átak til að reyna að snúa þessari þróun við og bæta ástandið. „Ég vona það. Við höfum verið í samvinnu við félög á Norðurlöndunum, þau horfa fram á þetta líka. Þau vilja fá lærða lögreglumenn inn aftur. Það er ódýrara að fá inn lærða lögreglumenn heldur en að mennta nýja, miklu ódýrara,“ segir Fjölnir. Getum við lært eitthvað af lögregluliðunum á hinum Norðurlöndunum? „Við getum kannski helst lært að horfast í augu við þessa þróun sem er að verða.“ „Finnarnir segja að það sem gerist í Svíþjóð gerist hjá okkur eftir tvö ár. Svo gerist það hjá ykkur eftir tvö ár. Þessar glæpaklíkur og allt þetta er að koma. Það þarf bara að horfast í augu við þetta, aukinn vopnaburð og hörku,“ segir Fjölnir um það sem koma skal. „Ég hef stundum sagt að löggan er alltaf að leyna öllu fyrir samfélaginu, það má aldrei segja fólki hvernig staðan er,“ bætir hann við. Af hverju er það? „Það er bara svo þú upplifir þig öruggan þegar þú ferð að sofa.“ Stjórnsýsla Lögreglan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Nanna Lind Stefánsdóttir, lögregluþjónn, greindi frá niðurstöðum meistararitgerðar sinnar um brottfall lögreglumanna síðastliðin fimmtán ár í Reykjavík síðdegis í gær. Þar sagði hún slælega stjórnunarhætti, frændhygli og spillingu vera stóra áhrifaþætti í brottfalli lögreglumanna og breytinga væri þörf innan lögreglunnar. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kom í Reykjavík síðdegis til að ræða niðurstöður ritgerðarinnar, stjórnunarhætti innan lögreglunnar og hverju þurfi að breyta til að lögreglumenn haldist í starfi. Vanti oft bara nafn viðkomandi á auglýsinguna Aðspurður út í spillingu innan lögreglunnar vildi Fjölnir ekki tjá sig um það. Aftur á móti væri það umtalað hjá bæði lögreglunni og ríkinu að fólk væri ráðið í stöðu til eins árs svo hægt væri að ráða það til frambúðar að ári liðnu. „Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum stundum sent bréf til embætta sem eru að auglýsa og spurt „Af hverju settu þau ekki bara nafnið á viðkomandi á auglýsinguna? Þetta á ekki við neinn annan.“ Þannig við höfum stundum sett út á auglýsingar sem eru svo nákvæmar,“ sagði Fjölnir sem sagðist reikna með að Nanna hafi verið að vísa til slíkra vinnubragða. Heyrir þú líka, eins og hún kom inn á í gær, að fólk sé að hverfa frá þessum störfum út af slíkum málum? „Ég hef aldrei vitað af hverju fólk er að hverfa frá störfum. En ég hef nú sagt á opinberum vettvangi að það dugi ekki alltaf bara að mennta fleiri og fleiri lögreglumenn, það þurfi að gera eitthvað til að halda þeim í starfi. Ef þetta er ein af ástæðunum, þá er um að gera að ráðast á þann vanda,“ segir Fjölnir. Vinargreiðar og frændhygli verið umtöluð lengi Þekkjast svona vinargreiðar og að fólk sé að fá framgang umfram aðra út af tengslum við stjórnendur? „Það er ekkert leyndarmál að það hefur verið talað um þetta innan lögreglunnar í mörg ár. En ég hef svo sem engar sannanir fyrir því,“ segir Fjölnir og bætir við að „orðið á göngunum í lögreglunni sé að svona hafi þetta oft verið.“ „Við lögreglumenn höfum reyndar bent á það að mörg embætti þurfa að ráða sér mannauðsstjóra. Stundum er yfirbyggingin of lítil og yfirstjórn því miður ekki nógu góð og þá verður stjórnsýslan kannski verri.“ „Það er dálítið svona gamli sýslumannsbragurinn víða á þessu, lögreglustjórinn ræður eins og sýslumaðurinn réði heilu héraði áður,“ segir Fjölnir sem segir oft skorta rökstuðning á mörgum ráðningum. Lögreglumenn óttist brottrekstur vegna mistaka Það sem Nanna nefndi í gær og er titillinn á ritgerðinni hennar, Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt, var sagt við hana á fyrsta árinu þegar hún byrjaði í sumarstarfi. Þar var verið að reyna að letja hana frá frumkvæðisvinnu. Er þetta eitthvað sem þú kannast við? „Þetta er frasi lögreglumanna síðustu fimmtíu árin, „Það hefur enginn verið rekinn fyrir að gera ekki neitt“. Þetta á náttúrulega kannski upprunalega við það að margir eru reknir fyrir harkalega handtöku,“ segir Fjölnir. „Það hefur stundum verið sagt að lögreglumenn sem séu útbrunnir í starfi taki alltaf lengri leiðina á vettvang til að lenda ekki í neinu. Það er væntanlega verið að vísa í það en þetta er kannski líka ákveðinn brandari innan lögreglunnar,“ bætir hann við. „Þú ert ekki rekinn ef þú gerir ekki neitt en þú ert rekinn ef þú gerir mistök í starfi og það er það sem lögreglan óttast auðvitað mjög mikið, að gera mistök í starfi. Að fá tíu sekúndur til að taka ákvörðun og gera mistök,“ segir Fjölnir um stærsta ótta lögreglumanna. „Við höfum sagt að það sé auðveldara að gera mistök í heilbrigðiskerfinu en sem lögreglumaður. Landspítalinn verður ákærður ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður en þú persónulega sem lögreglumaður. Það þarf að breyta því. Það þarf að koma til hin svokallaða húsbóndaábyrgð, að embættið taki ábyrgð á sínum starfsmönnum,“ segir Fjölnir. Menntuðum lögreglumönnum fækkað á fimmtán árum Fjölnir segir það löngu tímabært að ráðast í að rannsaka rót vandans til að komast að því hvers vegna lögreglumenn séu að hætta í svo miklum mæli. „Ég tók með mér tölur, 2007 voru 712 starfandi lögreglumenn en 2022 eru þeir 759. Þar af eru 85 ólærðir meðan þeir voru 29 árið 2007. Eins og staðan er núna eru aðeins færri menntaðir lögreglumann en 2007,“ segir Fjölnir. Eru margir þarna úti sem eru sprenglærðir og eru búnir að fá þessa viðbótarmenntun í sínu starfi sem lögreglumenn sem væri fýsilegt að fá til baka? „Mjög margir. Það hafa verið menntaðir milli 20 og 40 lögreglumann á ári síðustu áratugi. Samt er í rauninni engin raunfjölgun. Það er fullt af lærðu fólki þarna úti. Einu sinni var það þannig að það var alltaf beðið eftir kreppu. Þá kæmi fólk aftur í lögregluna. Það færi alltaf í góðærinu og kæmi aftur í kreppunni en það hefur breyst,“ segir hann. Aðspurður hvert lögreglumenn færu þegar þeir hættu sagði Fjölnir að margir færu að vinna sem flugþjónar, aðrir færu til tryggingafélaga og í gegnum tíðina hafi líka margir lögreglumenn líka verið iðnaðarmenn. „Þetta er kannski ekkert ofboðslega vel launað starf fyrir vaktavinnu og álagi. Auðvitað hverfa líka margir úr starfi út af álagi,“ segir Fjölnir og bætir við að margir hverfi frá þegar þeir eignist fjölskyldu og börn. Lögreglan leyni samfélaginu því sem er að gerast Þetta er athyglisvert og það er spurning hvort að það verði farið í eitthvað átak til að reyna að snúa þessari þróun við og bæta ástandið. „Ég vona það. Við höfum verið í samvinnu við félög á Norðurlöndunum, þau horfa fram á þetta líka. Þau vilja fá lærða lögreglumenn inn aftur. Það er ódýrara að fá inn lærða lögreglumenn heldur en að mennta nýja, miklu ódýrara,“ segir Fjölnir. Getum við lært eitthvað af lögregluliðunum á hinum Norðurlöndunum? „Við getum kannski helst lært að horfast í augu við þessa þróun sem er að verða.“ „Finnarnir segja að það sem gerist í Svíþjóð gerist hjá okkur eftir tvö ár. Svo gerist það hjá ykkur eftir tvö ár. Þessar glæpaklíkur og allt þetta er að koma. Það þarf bara að horfast í augu við þetta, aukinn vopnaburð og hörku,“ segir Fjölnir um það sem koma skal. „Ég hef stundum sagt að löggan er alltaf að leyna öllu fyrir samfélaginu, það má aldrei segja fólki hvernig staðan er,“ bætir hann við. Af hverju er það? „Það er bara svo þú upplifir þig öruggan þegar þú ferð að sofa.“
Stjórnsýsla Lögreglan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar. 24. maí 2023 20:47