Fjórir kynferðisbrotamenn sluppu við fangelsi vegna fyrningar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. maí 2023 16:59 Eyrarbakki Vísir/Vilhelm Tugir brotamanna sleppa við afplánun í fangelsi vegna fyrningar brota á hverju ári. Á undanförnum fimm árum hafa fjórir kynferðisbrotamenn sloppið við fangelsisvist. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent. Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent.
Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent