Fólk bíði með bullandi sýkingar fram að mánaðamótum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:00 Vilborg segir Hjálparstarfið taka við um 40 manns í hverjum mánuði sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf. Tugir leita til Hjálparstarfs kirkjunnar í hverjum mánuði til að fá aðstoð með lyfjakaup. Í mörgum tilfellum er fólk að bíða með bullandi sýkingu fram að mánaðamótum til að geta greitt sýklalyf. „Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún. Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún.
Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira