Fresta læknisheimsóknum og leysa ekki út lyf vegna kostnaðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 14:01 Aðgengi öryrkja að heilbrigðisþjónustu hefur versnað síðan árið 2015 þegar síðasta stóra könnun var gerð. Vísir/Vilhelm Ný könnun Félagsvísindastofnunar sýnir að læknis og lyfjakostnaður sé mörgum öryrkjum um megn. Prófessor í félagsfræði segir að staðan hafi versnað síðan árið 2015. Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira