Fótbolti

Fimm spor þurfti til að loka ljótu sári á fæti Benzemas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
benz

Sauma þurfti fimm spor í Karim Benzema, leikmanns Real Madrid, eftir að leikmaður Rayo Vallecano stappaði ofan á fæti hans í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Atvikið átti sér stað snemma leiks. Það sem eftir var af honum sást Benzema kveinka sér og haltra. 

Frakkinn beit samt á jaxlinn og kom Real Madrid á bragðið á 31. mínútu með sínu átjánda deildarmarki á tímabilinu. Raul de Tomas jafnaði fyrir Rayo Vallecano á 84. mínútu en mínútu fyrir leikslok skoraði Rodrygo sigurmark Real Madrid.

Þrátt fyrir meiðslin kláraði Benzema leikinn. Eftir hann deildi hann svo myndum af því þegar gert var að sárum hans. Fimm spor voru saumuð í Frakkann eins og áður sagði.

Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á að verða Spánarmeistari. Þá er liðið dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Benzema á veika von um að verða markakóngur spænsku úrvalsdeildarinnar en hann er fimm mörkum á eftir Börsungnum Robert Lewandowski þegar tveimur umferðum er ólokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.