Fótbolti

Pir­lo at­vinnu­laus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea Pirlo hefur nú tvívegis verið rekinn á annars stuttum þjálfaraferli sínum.
Andrea Pirlo hefur nú tvívegis verið rekinn á annars stuttum þjálfaraferli sínum. Daniele Badolato/Getty Images

Tyrkneska knattspyrnufélagið Fatih Karagümrük Spor Kulübü hefur ákveðið að láta þjálfara sinn Andrea Pirlo fara þó enn séu þrjár umferðir þangað til tyrkneska úrvalsdeildin klárast.

Hinn 44 ára gamli Pirlo tók við liðinu fyrir tímabilið og skilur við það í 9. sæti með 44 stig að loknum 33 leikjum. Segja má að leikir liðsins hafi verið opnir en liðið hefur skorað 69 mörk en fengið á sig 62. Topplið Galatasaray hefur til að mynda skorað 73 mörk.

Pirlo lagði skóna á hilluna árið 2017 eftir farsælan feril þar sem hann varð til að mynda heimsmeistari með Ítalíu og vann fjölda titla með AC Milan og Juventus. Hann sneri sér að þjálfun og tók við U-23 ára liði Juventus árið 2020 áður en hann fékk óvænt tækifæri til að stýra aðalliði félagsins.

Það gekk ekki vel og var hann látinn fara eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölin. Hann tók við Karagümrük síðasta sumar en hefur nú verið látinn fara. Óvíst er hvað tekur við það en sem stendur stefnir ekki í að þjálfaraferill Pirlo verði jafn magnaður og ferill hans inn á vellinum sjálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×