„Munar um hvern einasta hval“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:15 Vísir/Getty/Rán Flygenring Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað. Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað.
Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31
Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“