Fresta læknisheimsóknum og leysa ekki út lyf vegna kostnaðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. maí 2023 14:01 Aðgengi öryrkja að heilbrigðisþjónustu hefur versnað síðan árið 2015 þegar síðasta stóra könnun var gerð. Vísir/Vilhelm Ný könnun Félagsvísindastofnunar sýnir að læknis og lyfjakostnaður sé mörgum öryrkjum um megn. Prófessor í félagsfræði segir að staðan hafi versnað síðan árið 2015. Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Stór hluti öryrkja metur heilsu sína slæma en sækir ekki heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið og Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor. Könnunin, sem ber heitið Lífskjör og heilbrigðisþjónusta á Íslandi, var kynnt klukkan ellefu í dag í Háskóla Íslands. Rúnar segir helstu niðurstöðurnar þær að verulegur fjöldi einstaklinga, ekki síst öryrkja, fresti læknisheimsóknum sem talin er þörf fyrir og leysi ekki út ávísuð lyf. Þriðjungur sleppir sjúkraþjálfun Tæplega 43 prósent þeirra sem glíma við mestu örorkuna, 75 prósent eða meira, hafa þurft að hætta við eða fresta læknisheimsókn á undanförnum sex mánuðum og 26 prósent sleppt því að leysa út lyf. Þá hafa 30 prósent sleppt tíma hjá sjúkraþjálfara. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor hefur áhyggjur af því hvert velferðarkerfið stefnir.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Viss hliðstæða sé hjá mjög tekjulágum og einstæðum foreldrum. „Vissir hópar eru eðlilega með mikla þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gildir um öryrkja en það gildir líka einnig um lágtekjuheimili, að þörfin þar er meiri fyrir heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rúnar. „Þess vegna er mikilvægt í kerfi eins og okkar, sem á að vera félagslegt kerfi sem veitir öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu heilbrigðiskerfisins, að tryggja þessum hópum sem jafnast aðgengi.“ 80 þúsund krónur í lyf 10 prósent svarenda í könnuninni eru með 75 prósenta örorku. 67 prósent þeirra meta líkamlega heilsu sína slæma og 33 prósent andlega heilsu sína. Þetta er jafn framt hópur sem þarf að fara mun oftar á heilsugæslu, til sérgreinalækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Meira en 40 prósent þessa hóps ver meira en 80 þúsund krónum árlega í læknisþjónustu og sömu upphæð í lyf. „Það kemur í ljós að þessir hópar eru að verja hærra hlutfalli af sínum ráðstöfunartekjum til heilbrigðismála. Þar er komin ein skýringin á því af hverju við erum með aðgengishindranir,“ segir Rúnar. Þróunin hafi ekki verið í jákvæða átt miðað við stóra könnun stofnunarinnar frá árinu 2015, nema síður sé. Aðgengi öryrkja og tekjulágra að heilbrigðisþjónustu hafi versnað. Könnun Félagsvísindastofnunar var net og símakönnun. Úrtakið var 11 þúsund manns og svarhlutfallið rétt tæplega 50 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun.
Heilbrigðismál Vísindi Lyf Félagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira