Mikill áhugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 10:05 Arnór í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðssyni verða fróðlegar. Mikill áhugi er á leikmanninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norrköping í Svíþjóð á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu í Rússlandi. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“ Sænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) greindi frá því í gær að erlendir leikmenn sem eru á mála hjá rússneskum og úkraínskum félögum gætu enn á ný, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, gert hlé á samningum sínum við umrædd félagslið sín yfir tímabilið 2023/2024. Arnór Sigurðsson er einn þeirra leikmanna sem hefur nýtt sér þetta úrræði FIFA en hann hefur, síðan í júlí árið 2022, verið á láni hjá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann hefur slegið í gegn. Forráðamenn IFK Norrköping segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að reyna halda í Íslendinginn knáa en gera sér þó grein fyrir því að fleiri lið eru um hituna. Arnór hefur verið einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar undanfarið. „Við bjuggumst við þessari ákvörðun FIFA,“ segir Tony Martinsson, íþróttastjóri IFK Norrköping, í samtali við Expressen í Svíþjóð. „Við sjáum hvar við stöndum varðandi Arnór innan nokkurra vikna. Ég get ekki gefið ykkur líkurnar á því að hann verði áfram í prósentum. Það er mikill áhugi á kröftum hans, hann nýtur sín hér hjá okkur og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda í hann.“ Frá 1. júlí geta erlendir leikmenn á samningum hjá rússneskum og úkraínskum knattspyrnufélögum gert hlé á umræddum samningum sínum fram til júní árið 2024. Arnór tjáði sig í samtali við Expressen eftir leik Norrköping í gær. Hann segist vera með fulla einbeitingu á næstu þremur leikjum Norrköping áður en landsleikjahlé tekur við. „Ég nýt hvers leiks með IFK Norrköping og það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið að snúa aftur hingað. Ég er þakklátur félaginu en hef ekki tekið ákvörðun um framhaldið á þessari stundu.“ Hann viðurkennir að það sé mikill áhugi á kröftum sínum. „Ég hef spilað mikið hérna síðan að ég sneri aftur til Svíþjóðar og það er mikill áhugi. Maður vill spila á hæsta gæðastigi. Ég hef gert það áður og vil gera það aftur. Það væri eitthvað skrýtið ef ég vildi ekki stefna þangað aftur.“ Aðspurður hvort hann hefði dálæti á einhverri ákveðinni deild fremur en annarri hafði Arnór þetta að segja: „Ég hef spilað áður í Serie A á Ítalíu og þekki fótboltann þar vel. Þá horfir maður til Þýskalands og á aðrar stórar deildir. En ég hef einnig talað við forráðamenn IFK Norrköping, sjáum hvað setur.“
Sænski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira