Sjálfsmark Arnórs Ingva gaf Elfsborg sigur gegn Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 19:15 Hákon Rafn stóð vaktina í marki Elfsborg þegar liðið vann Norrköping í dag. Twitter@IFElfsborg1904 Arnór Sigurðsson kom Norrköping yfir í Íslendingslag gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það dugði hins vegar ekki þar sem Elfsborg kom til baka og vann 2-1 sigur þar sem Arnór Ingvi Traustason setti boltann í eigið net. Þá vann Kalmar 1-0 útisigur. Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn