Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Formaður BSRB segir brýnt að sveitarfélög horfist í augu við kröfur félagsmanna og bregðist við þeim. Frekari verkfallsaðgerðir í tuttugu og níu sveitarfélögum voru samþykktar í gær. Í dag ræðst hvort Garðabær verður þrítugasta sveitarfélagið.

Við segjum einnig frá helstu vendingum á leiðtogafundi G7-ríkjanna í Japan, tökum stöðuna á mikilli atvinnulífssýningu í Skagafirði og greinum frá máli sem skekur nú Eurovision-heiminn. Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×