Innlent

Gullrós kom með fimm lömb annað árið í röð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Gullrós með lömbin sín fimm en hún bar líka fimm lömbum vorið 2022.
Gullrós með lömbin sín fimm en hún bar líka fimm lömbum vorið 2022. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ærin Gullrós er líklega með frjósömustu kindum landsins því hún bar fimm lömbum í gær og hún átti líka fimm lömb síðasta vor. Níu ára stelpa, sem á Gullrós hefur gefið einu lambanna nafnið Ósk og svo eru hún að leita af nöfnum á hin fjögur lömbin.

Það var gaman að fá að halda á öllum fimm lömbunum en þetta eru fjórar gimbrar og einn hrútur. Lömbin og foreldrar þeirra eiga heima á bænum Þjórsárholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Gullrós er afburða kind á bænum og mjög frjósöm. En hvað er hún búin að eiga mörg lömb?

„Hún er búin að eiga átján. Hún átti þrjú fyrstu tvö árin, svo tvö lömb og svo fimm síðustu tvö árin,“ segir Guðmundur Árnason bóndi í Þjórsárholti og bætir við.

“Það er mikil frjósemi hjá okkur núna. Það eru 19 rollur bornar og það eru komnar 8 þrílembur, átta tvílembur, tvær einlembur og svo þessi eina fimmlemba.Þær er þó ekkert sérstaklega dekstraðar hjá mér.“

Guðmundur Árnason bóndi í Þjórsárholti, sem hefur nóg að gera í sauðburðinum með sínu fólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Krakkarnir á bænum eru yfir sig hrifin á lömbunum fimm og mömmu þeirra en pabbi þeirra heitir Tindur er komin út á tún. Irma Ósk Guðmundsdóttir Diaz 9 ára á Gullrós og er að sjálfsögðu með stolt af henni. Hún á eftir að finna fjögur nöfn á lömbin en eitt þeirra hefur fengið nafnið Ósk.

Sistkynin í Þjórsárholti með fimmlembingana, frá vinstri, Ásta Ivalo Guðmundsdóttir Isaksson 20 ára, Jörundur Tadeo Guðmundsson Diaz 11 ára og Irma Ósk Guðmundsdóttir Diaz 9 áraMagnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×