Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 17:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur. Vísir/Arnar Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“ Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“
Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira