Spá því að vextir hækki um heila prósentu Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 15:10 Gangi spá Landsbankans eftir verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár. Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd koma saman og ákveða hvort vextir verði hækkaðir. Fari sem svo að nefndin ákveði að hækka vextina verður um að ræða þrettándu vaxtahækkunina í röð. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vextir verði hækkaðir um eitt prósentustig en telur þó líklegt að nefndin ræði hækkun á bilinu 0,75 upp í 1,25 prósentustig. „Hækkun um 1,0 prósentustig myndi lyfta meginvöxtum upp í 8,5% en svo háir hafa þeir ekki verið síðan í bröttu vaxtalækkunarferli snemma árs 2010,“ segir í spá deildarinnar. Þá er bent á að eftir vaxtaákvörðunina í næstu viku mun sú næsta ekki eiga sér stað fyrr en í síðari hluta ágúst. Það auki líkurnar enn fremur á að peningastefnunefnd ákveði að taka stór skref og hækka um heilt prósentustig. Deildin telur víst að peningastefnunefnd líti síversnandi verðbólguhorfur alvarlegum augum. Verðbólgan hafi reynst þrálátari en búist var við. Ársverðbólgan jókst um 0,1 prósentustig í apríl síðastliðnum þvert á spá Landsbankans. Hagfræðideild bankans hafði spáð fyrir að verðbólgan myndi hjaðna niður í 9,5 prósent en í stað þess fór hún upp í 9,9 prósent. „Spáskekkjan skýrðist meðal annars af því að íbúðaverð á landsbyggðinni hækkaði og við það hækkaði reiknuð húsaleiga meira en við höfðum gert ráð fyrir. Þá höfðum við spáð því að bílar lækkuðu í verði, en þeir lækkuðu minna en við héldum.“ Þá segir hagfræðideild bankans að verðbólgan sé ekki aðeins mikil og þrálát, hún hafi einnig orðið almennari á síðustu mánuðum. Þegar talað er um að verðbólgan sé almennari er átt við að sífellt fleiri undirliðir hafa hækkað verulega í verði. „Í fyrstu var hún mestmegnis drifin áfram af hækkandi húsnæðisverði en eftir því sem ró hefur færst yfir fasteignamarkaðinn hafa aðrir undirliðir neysluverðsvísitölunnar tekið við sér, ekki síst verð á þjónustu og innfluttum vörum.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31