Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. maí 2023 21:00 Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans. „Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin. Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Að vera lúsiðin hverja sekúndu eins og hermaur í maurabúi þykir vera hin mesta hetjudáð en er í raun sinubruni sem brennir okkur út ansi hratt,“ skrifar Ragga í færslu á samfélagsmiðlum og heldur áfram: Baka glútenlausar bollur á sunnudögum skreyttar lífrænum graskersfræjum, og pósta á Instagram. „Taka þátt í Landvættunum og Blálónsþrautinni og Reykjavíkurmaraþoni og á gönguskíðum á veturna, títanhjóli á sumrin og í Crossfit og í jóga. Njóta gríðarlegrar velgengni í starfi og ná öllum skilafrestum. Vinna yfirvinnu. Skutla krökkunum. Skila skýrslu. Mæta á réttum tíma. En líka á námskeiði í Núvitundarsetrinu. Stunda jóga og drekka grænt Macha te. Vera á ketó og fasta og glútenlaus og sykurlaus. Gróðursetja tré til að kolefnisjafna Tene-ferðina. Stunda kæliböð. Hitta vinina í drykk eftir vinnu. Mæta á öll fótboltamót og fimleikakeppnir barnanna. Og auðvitað alltaf í nýjustu tískuspjörinni. Heimilið eins og uppstillingarbás í IKEA. Epal sófi tignarlegur í mínimalískri stofu.“ Láta eins og allt sé í lagi Að sögn Röggu svarar fólk að allt sé í himnalagi þegar það er spurt út í hvernig það hafi það, þrátt fyrir að streitan sé að gera út af við mann. „Streitukerfið í bullandi yfirvinnutaxta við að seyta út streituhormónunum kortisóli og adrenalín allan daginn. Með tímanum verða kortisólvakarnir ónæmir fyrir streituhormónum, stöðugt svamlandi í kerfinu, og dægursveiflurnar riðlast. Krónísk streita veldur ójafnvægi í HPA ásnum (HPA dysregulation), samspil heiladinguls, undirstúku í heila og nýrnahetta. Heilinn skynjar ógn í umhverfi og sendir skilaboð á nanósekúndu í nýrnahettur sem seyta út adrenalíni og kortisóli til að gera okkur klár í bardaga,“ segir Ragga og upplýsir að krónísk streita veldur því að kortosól verður hátt og lágt á röngum tíma dags. Þreytt að morgni en í stuði seinni partinn „Í stað þess að vera í hámarki á morgnana og gefa fítonskraft til að takast á við daginn, er það miður sín þegar við nuddum stírurnar svo við þurfum nokkra bolla af bleksvartri iðnaðaruppáhellingu til að komast í gang,“ segir Ragga. Síðan getum við verið í jafn miklu stuði seinnipartinn og miðaldra húsmóðir í sumarbústaðarferð með Sigga Hlö í botni „Kortisólið uppi í rjáfri en á þessum tíma viljum við að kortisól sé lágt til að hleypa svefnhormóninu melatónin í partýið og gera okkur þreytt,“ segir Ragga. Langvarandi kortisólstreymi geti veikt ónæmiskerfið sem valdi því að við séum líklegri til að fá kvef og aðrar umgangspestir. Það geti einnig komið svefninum í algjört uppnám. Kvíði geti jafnvel myndast yfir minnstu verkefnum, til dæmis tilhugsunin um að ryksuga, sækja börnin í skólann eða ákveða hvað borða skuli í kvöldmat. Ragga segir að við eigum til að upplifa að greindarvísi tala okkar lækki, þegar við erum undir miklu álagi. „Rannsókn í Journal of Applied Psychology sýndi að starfsmenn sem upplifðu kröfur um að vinna langan vinnudag og vera ínáanleg utan vinnutíma voru líklegri til að upplifa kulnun og andlega örmögnun,“ segir Ragga. Hún hvetur fólk að ná hinu gullna jafnvægi sem felur í sér hvíld og sjálfsrækt. „Við eigum aðeins eina heilsu og ef þú leyfir svefnleysi, streitu að sliga okkur geturðu átt á hættu að kulnun banki á dyrnar með heimsendingu frá Stress.is,“ segir Ragga í lokin.
Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram. 18. apríl 2023 14:28