Fótbolti

Leik­bönn Ís­­lendinganna standa: Fé­lögunum gert að greiða hálfa milljón

Aron Guðmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir/Samsett mynd

Á­frýjun Ís­­lendinga­liðanna FC Kaup­manna­höfn og Lyng­by, á gulu spjaldi sem ís­lensku leik­menn þeirra Hákon Arnar Haralds­son og Sæ­var Atli Magnús­­son fengu á dögunum hefur verið hafnað.

Báðir hafa þeir því fengið há­mark gulra spjalda og þurfa því að taka út leik­bann.

Þetta þýðir að Sæ­var Atli, sem hefur verið í lykil­hlut­verki hjá Lyng­by, verður í leik­banni þegar að Ís­lendinga­liðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanders­sonar og háir nú harða fall­bar­áttu mætir OB um komandi helgi.

For­ráða­­menn Lyng­by töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir á­kváðu að á­frýja gula spjaldinu sem Sæ­var Atli fékk í leiknum gegn Sil­ke­­borg.

Að mati Lyng­by var um klára snertingu að ræða mill Sæ­vars og Tobias Salqvist, leik­­manns Sil­ke­­borg, þegar að Ís­­lendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikara­skap.

Þessu er danska knatt­­spyrnu­­sam­bandið ekki sam­­mála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að hátt­­semi Sæ­vars Atla hafi verð­skuldað gult spjald.

Og það er ekki nóg með að á­frýjun Lyng­by hafi verið hafnað heldur mun fé­lagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafn­­gildir rúmum 500 þúsund ís­­lenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að aga­dóm­stóli danska knatt­spyrnu­sam­bandsins.

Þegar að þrjár um­­­­­ferðir eru eftir af dönsku úr­­­vals­­­deildinni situr Lyng­by í neðsta sæti dönsku úr­­­vals­­­deildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fall­bar­áttunni, Á­la­­­borg og Hor­­­sens.

Sömu sögu að segja með Hákon Arnar

Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir hátt­semi sína á vara­manna­bekk FC Kaup­manna­hafnar gegn Brönd­by á dögunum, ekki dregið til baka.

Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá vara­manna­bekk FC Kaup­manna­hafnar í leiknum til þess að hafa á­hrif á gang mála.

Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB.

Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaup­manna­höfn mætir AGF á Parken á sunnu­daginn. Þá mun FC Kaup­manna­höfn, líkt og Lyng­by, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón ís­lenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×