Erlent

Selenskí á leið til Hiroshima

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leiðtogarnir heimsóttu meðal annars minningargarðinn í Hiroshima þar sem kjarnorkusprengjuárásarinnar á borgina er minnst. Frá vinstri; Rishi Sunak forsætisráðherra Breta, Ursula Von der Leyen, Evrópusambandinu, Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og gestgjafinn Fumio Kishida forsætisráðherra Japans.
Leiðtogarnir heimsóttu meðal annars minningargarðinn í Hiroshima þar sem kjarnorkusprengjuárásarinnar á borgina er minnst. Frá vinstri; Rishi Sunak forsætisráðherra Breta, Ursula Von der Leyen, Evrópusambandinu, Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, Joe Biden forseti Bandaríkjanna og gestgjafinn Fumio Kishida forsætisráðherra Japans. Stefan Rousseau/Pool Photo via AP)

Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu.

Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússlandi og Bretar hafa sett viðskiptabann á demanta og góðmálma frá Rússlandi. Þá á einnig að ræða möguleikann á friðarviðræðum á milli Rússa og Úkraínumanna.

Von er á forseta Úkraínu, Volodomír Selenskí til Hiroshima á sunnudaginn kemur þar sem hann mun ávarpa fundargesti og ræða við leiðtogana. Hann hefur margsinnis sagt að algjört grundvallaratriði fyrir mögulegum friðarviðræðum verði að Rússar hörfi alfarið frá Úkraínu. 

G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Kanada, Ítalía og Japan, auk fulltrúa Evrópusambandsins en í ár hefur leiðtogum átta annara ríkja einnig verið boðið til fundarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×