Fótbolti

Valgeir og félagar nældu í bikartitilinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valgeir sést hér fagna sænska meistaratitlinum síðasta haus.
Valgeir sést hér fagna sænska meistaratitlinum síðasta haus. mynd/Rudy Alvardo

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken urðu í dag sænskir bikarmeistarar eftir öruggan sigur á Mjällby í úrslitaleik. Häcken er nú handhafi tveggja stærstu titlana í Svíþjóð.

Häcken varð sænskur meistari á síðustu leiktíð í fyrsta sinn og var nú komið í úrslit bikarkeppninnar. Mótherjar liðsins í dag var lið Mjällby sem situr í sjötta sæti deildarinnar en Häcken er í þriðja sæti eftir átta umferðir.

Sigur Häcken í dag var nokkuð öruggur. Það tók þó tímann sinn að koma boltanum í netið en Ibrahim Sadiq gerði það loks í tvígang í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Häcken leiddi 2-0 að honum loknum.

Í síðari hálfleik var síðan engin spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Mikkel Rygaard kom Häcken í 3-0 á 48. mínútu og Samuel Gustafsson skoraði fjórða markið um miðjan hálfleikinn. Mjällby minnkaði muninn eftir sjálfsmark Johan Hammer undir lokin en 4-1 sigur Häcken staðreynd.

Häcken er því bikarmeistari í þriðja sinn og handhafi tveggja stóru titlanna í sænska boltanum. Valgeir lék allan leikinn í hægri bakvarðarstöðu Häcken í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×