Fótbolti

Fyrr­verandi miðju­maður Liver­pool vill ekki taka við Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xabi Alonso hefur ekki áhuga á að verða næsti þjálfari Tottenham.
Xabi Alonso hefur ekki áhuga á að verða næsti þjálfari Tottenham. Ulrik Pedersen/Getty Images

Xabi Alonso, þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi, mun ekki taka við Tottenham Hotspur.

Tottenham Hotspur hefur verið í þjálfaraleit síðan félagið ákvað að rifta samning Antonio Conte fyrir ekki svo löngu síðan. Ryan Mason mun stýra liðinu út leiktíðina á meðan félagið ákveður hver verður næsti aðalþjálfari félagsins.

Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar og sumir hafa nú þegar gefið út að þeir vilji ekki taka starfið að sér. Þar á meðal er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, og nú hefur hinn 41 árs gamli Alonso fetað í sömu spor.

Eftir farsælan feril með Real Sociedad, Liverpool, Real Madríd, Bayern og spænska landsliðinu fór Alonso að þjálfa B-lið Sociedad. Það var í október 2022 sem hann tók við stjórn þýska efstu deildarliðsins Leverkusen.

Alonso hefur gert góða hluti með Leverkusen og var meðal nafna sem kom til greina sem næsti þjálfari Tottenham. Hann hefur hins vegar ákveðið að taka nafn sitt úr hattinum og mun að öllum líkindum vera áfram hjá Leverkusen.

Liðið hefur spilað vel undir hans stjórn og er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar gegn Roma. Eftir fyrri leik liðanna leiða Rómverjar, undir dyggri handleiðslu José Mourinho, með einu marki gegn engu.

er liðið komið alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar gegn Roma. Eftir fyrri leik liðanna leiða Rómverjar, undir styrkri handleiðslu José Mourinho, með einu marki gegn engu.

Leikur Leverkusen og Roma er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst 19.00 en upphitun tíu mínútum fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×