Real Madríd vill þrjár stórstjörnur í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Þessir þrír eru orðaðir við Real Madríd. Getty Images/EPA Real Madríd stefnir á að sækja nokkur af stærstu nöfnum Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Real Madríd mun ekki verja Evrópumeistaratitil sinn. Lærisveinar Carlo Ancelotti sáu aldrei til sólar þegar liðið heimsótti Manchester City í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn og þó Real hafi unnið spænska konungsbikarinn þá er það ekki nóg á þeim bænum. Því ætlar Real að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur verið sterklega orðaður við Real undanfarna mánuði. Vitað er að þessi 19 ára gamli miðjumaður er að hugsa sér til hreyfings í sumar og virðist Madríd næsti áfangastaður hans. Hann er ekki eina stórstjarnan í Þýskalandi sem er orðuð við Real. Spænska stórveldið hefur ekki fyllt skarð hins brasilíska Marcelo sem yfirgaf félagið vorið 2022. Fjölmiðlar erlendis greina frá því að Real vilji fá hinn 22 ára gamla Alphonso Davies, vinstri bakvörð München og kanadíska landsliðsins. Davies er með skemmtilegri bakvörðum heims um þessar mundir en hann er hvað þekktastur fyrir gríðarlegan hraða og að taka mikinn þátt í sóknarleik Bæjara. Að lokum hefur Real ekki gefist upp á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Franski framherjinn var við það að skrifa undir hjá Real sumarið 2022 en snerist á endanum hugur og samdi við París Saint-Germian. | Real Madrid are interested in signing Borussia Dortmund midfielder Jude Bellingham, PSG forward Kylian Mbappe and Bayern Munich left-back Alphonso Davies this summer pic.twitter.com/WEpJudbXuZ— Football Daily (@footballdaily) May 16, 2023 Nú er komið annað hljóð í skrokkinn á hinum 24 ára gamla Mbappé og er talið að hann gæti gengið í raðir Real í sumar. Þó Real sé enn með betri liðum Evrópu er ljóst að liðið yrði einstaklega óárennilegt með þessa þrjá innanborðs.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira