Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Netárásir hafa verið gerðar á opinberar vefsíður í morgun í upphafi leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogar streyma til höfuðborgarinnar og mun Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, ávarpa fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Við förum vel yfir leiðtogafundinn og allt sem honum fylgir í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Við ræðum þá við skipuleggjanda samstöðufundar með hvölum, sem fer fram í miðborginni síðdegis. Mótmælin hefjast á sama tíma og leiðtogafundurinn í Hörpu.

Þá heyrum við í Íslendingin sem er búsettur í Úkraínu en gríðarstór loftárás var framin á Kænugarð, höfuðborg landsins í nótt. Hann segir árásina þá stærstu hingað til og líkir aðstæðunum við nýársnótt á Íslandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×