Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 10:42 Fé verður brátt rekið á fjall og því er tíminn naumur. Vísir/Vilhelm Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. „Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“ Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Við erum að reyna að vinna að lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra. „Það eru ekki allir bændur á einu máli um að afhenda féð. Skoðanir eru skiptar,“ segir hann. Um er að ræða 35 fjár í eigu níu bænda í Miðfirði. Í apríl voru um 1.400 kindur felldar í Miðfjarðarhólfi vegna riðusmits, þar af um 700 á bænum Syðri-Urriðaá. Það fé sem eftir er eru aðallega hrútar úr sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá. Matvælastofnun hefur hvatt bændurna til að afhenda féð en sumir þeirra bera fyrir sig annir í sauðburði. Hægt er að óska eftir fyrirskipun ráðherra og verði bændur ekki við því gæti bótaréttur þeirra glatast. Tíminn að renna út Daníel segir að enn hafi ekki verið óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra. Heldur hafi ekki verið ákveðin nein afhendingardagsetning. En Matvælastofnun vill fá allar kindurnar afhentar á sama tíma því kostnaðarsamt sé að ræsa brennsluofninn. Hins vegar er tíminn af skornum skammti. Matvælastofnun vill fá féð afhent áður en það verður rekið á fjöll. Sumir bændur byrja að reka strax í lok maí en flestir í byrjun júnímánaðar. Samtalið er þó opið á milli Matvælastofnunar og bændanna. „Við höldum áfram samskiptum um hádegisbilið, þegar bændur eru vaknaðir,“ segir Daníel. „Í sauðburði eru þeir vakandi fram eftir öllu.“
Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19 Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31 Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06 Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. 12. maí 2023 18:19
Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. 20. apríl 2023 11:31
Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. 13. maí 2023 13:06
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06