Krefja bændurna um síðustu kindurnar til slátrunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2023 18:19 Daníel segir mikilvægt að bændurnir láti kindurnar sem fyrst af hendi. Vísir/Vilhelm Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra segir mikilvægt að níu bændur í Miðfjarðarhólfi láti sem fyrst af hendi 35 fjár sem tilheyra bænum Syðri-Urriðaá vegna smithættu. Sjö hundruð kindum af bænum var slátrað í apríl vegna riðu. Alls var um 1400 kindum slátrað í hólfinu. Óttast er að kindurnar geti borið með sér smit á fjall í sumar og þaðan í réttirnar í haust. Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Matvælastofnun sendi bændum á bæjunum níu bréf þar sem þeir voru hvattir til afhendingar fjárins. Þeim var gefinn innan við tveggja sólarhringa andmælafrestur sem þeir nýttu sér. Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra, segir Matvælastofnun vilja fá fram hvað bændur séu að hugsa. Skiptar skoðanir séu í þeim hópi. Einhverjir vilji afhenda kindurnar strax en aðrir vilja bíða átekta, meðal annars sökum anna í sauðburði. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að ef bændur neituðu að aðstoða og afhenda kindurnar þá yrði óskað eftir fyrirskipun frá ráðherra um aðgerðir. Yrðu bændur ekki við fyrirskipun ráðherra gæti réttur þeirra til skaðabóta frá ríkinu skerst eða glatast að öllu leyti. Daníel segir að náist samkomulag milli bændanna og MAST þá verði þó væntanlega ekki óskað eftir fyrirskipun ráðherra. Bilaður brennsluofn sé að komast í gagnið Daníel útskýrir vilja MAST til að fá allar kindurnar á sama tíma. Það sé kostnaðarsamt að setja brennsluofninn í gang í hvert skipti. Því þurfi allir bændurnir að samþykkja afhendingu á kindunum eða að lofa að gæta ítrustu sóttvarna yfir sauðburðinn, sem er víðast hvar hafinn, og lofa svo afhendingu að loknum sauðburði. Það þurfi að vera alveg skýrt. Smithætta sé meðal annars vegna legvökva við sauðburð. Þá áréttar hann að kindurnar 35 séu hluti af sömu hjörð og skorin var niður á Syðri-Urriðaá í apríl. Því sé ekki um nýjan niðurskurð að ræða, verið sé að ljúka við það verkefni. Brennsluofn sem hefur verið bilaður sé að komast í gagnið og þá sé aftur hægt að taka sýni á rannsóknarstofunni af Keldum. Þar hefur starfsemi legið niðri að undanförnu eftir að eldur kom upp. Daníel útskýrir að lítið hafi gerst undanfarnar fjórar vikur af þessum átæðum. En nú stefnir í að hægt verði að ráðast í verkefnið í næstu viku. Flestar kindurnar sem verður slátrað eru hrútar en eitthvað er um ær líka. Daníel áréttar að engar ær nærri sauðburði verði flutt í sláturhús. Það sé ekki gert vegna þess stress sem skapist við slíka flutninga. Gripirnir verði í þeim tilfellum felldir heima á bænum. Vonir standi til að bændurnir bregðist vel við, samstarf takist um að lágmarka smithættu og fé verði afhent sem fyrst.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira