„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:11 Ummæli Arnars Gunnlaugssonar um lið sitt í fyrra hafa vakið mikla athygli. Vísir/Hulda Margrét Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023 Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira