Fótbolti

Lyng­by á­frýjar um­deildu leik­banni Sæ­vars Atla

Aron Guðmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby 
Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby  Twitter/@LyngbyBoldklub

Ís­lendinga­lið Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu hefur á­frýjað guli spjaldi sem Sæ­var Atli Magnús­son fékk í leik gegn Sil­ke­borg IF um ný­af­staðna helgi. Spjaldið veldur því að Sæ­var er í banni í næsta leik liðsins.

Lyng­by, sem leikur undir stjórn Freys Alexanders­sonar, stendur í ströngu í dönsku úr­vals­deildinni um þessar mundir. Liðið er í harðri fall­bar­áttu og að­eins þrjár um­ferðir eftir af yfir­standandi tíma­bili.

Læri­sveinar Freys máttu þola 1-0 tap gegn Sil­ke­borg í gær en á 78.mínútu leiksins fékk Sæ­var Atli Magnús­son gult spjald fyrir leikara­skap.

For­ráða­menn Lyng­by eru hins vegar ó­á­nægðir með á­kvörðun dómara leiksins að gefa Sæ­vari Atla gult spjald og í yfir­lýsingu frá fé­laginu segist það ætla að á­frýja.

„Sæ­var Atli féll til jarðar innan víta­teigs Sil­ke­borg eftir að hafa komist fram hjá Tobias Salqvist. Þó svo að ekki sé hægt að full­yrða að dæma hefði átt víta­spyrnu virðist, af sjón­varps­út­sendingunni að dæma, að klár snerting hafi orðið á milli leik­mannanna. Að Salqvist hafi stigið á hægri fót Sæ­vars Atla,“ segir í yfir­lýsingu Lyng­by.

Fé­lagið ætli sér því að á­frýja um­ræddu spjaldi og leikbanni í von um að Sæ­var Atli muni á endanum sleppa við leik­bann í leikbann í næsta leik liðsins gegn OB.

„Það er mikil­vægt fyrir okkur að Sæ­var Atli fái ekki þann stimpil á sig að vera með leikara­skap. Hann finnur fyrir snertingu á hægri fæti sínum og fellur til jarðar. Í kjöl­farið getum við rætt um hvort refsa eigi fyrir at­vikið,“ segir Andreas Byder, stjórnar­maður Lyng­by.

„Snertingin er til staðar og þess vegna teljum við okkur vera með góð rök til þess að fá bannið aftur­kallað.“

Þegar að þrjár um­ferðir eru eftir af dönsku úr­vals­deildinni situr Lyng­by í neðsta sæti dönsku úr­vals­deildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fall­bar­áttunni, Ála­borg og Hor­sens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×