Innlent

Skert gæsla í frí­mínútum og engir stuðnings­full­­trúar

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Ljóst er að verkfall sem að óbreyttu hefst á mánudag mun hafa áhrif á skólastarf.
Ljóst er að verkfall sem að óbreyttu hefst á mánudag mun hafa áhrif á skólastarf. Vísir/Vilhelm

Verkföll hefjast að óbreyttu á morgun meðal félagsfólks í BSRB. Skert gæsla í frímínútum og engir stuðningsfulltrúar í grunnskólum eru meðal þeirra áhrifa sem verkföllin munu hafa.

Verkföllin sem að öllum líkindum hefjast í fyrramálið munu ná til leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í Grunnskólum Kópavogs, Seltjarnesness og Mosfellsbæ. Auk þess fellur frístund niður í einhverjum tilfellum. 

Misjafnt er eftir skólum hvaða áhrif verkföllin munu hafa.

Sem dæmi fengu foreldrar barna í grunnskóla í Kópavogi póst fyrir helgi þar sem þeim kom fram að í þeim tiltekna skóla yrðu áhrifin eftirfarandi:

  • Skert þjónusta verður á störfum húsvarðar.
  • Engin starfsemi verður á skrifstofu skólans auk skertrar símaþjónustu.
  • Enginn stuðningur verður í boði fyrir nemendur frá stuðningsfulltrúum og skert gæsla í frímínútum.
  • Þá verður enginn starfsmaður til að fylgja börnum í sund og skólasund því fellt því niður.
  • Frístund verður lokuð.
Enginn stuðningur frá stuðningsfulltrúum og skert gæsla í frímínútum eru meðal áhrifa yfirvofandi verkfalls BSRB.Vísir/Sara



Þeim foreldrum sem kjósa að hafa barn sitt heima fyrir þessa daga var bent á að óska eftir leyfi á skrifstofu skólans.

Engin lausn í sjónmáli

Formaður BSRB,Sonja Ýr Þorbergsdóttir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að fundur félagsins við sambands íslenskra sveitarfélaga með ríkissáttasemjara á föstudag hefðu engu skilað.

Þegar leitast var eftir viðbrögðum hjá Samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga vildu þau ekki tjá sig og sögðu viðræður á viðkvæmu stigi.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×