Segir mjög góðan rökstuðning þurfa ef halda á áfram hvalveiðum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. maí 2023 12:48 Svandís segir að verið sé að safna gögnum til þess að taka ákvörðun um hvort hvalveiðum verði haldið áfram eftir þetta ár. Vísir/Bjarni Matvælaráðherra segir mjög góðan rökstuðning þurfa til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem vilja halda veiðunum til streitu. Ný skýrsla Matvælastofnunar varpar dökku ljósi á fyrirkomulag hvalveiða. Það taki of langan tíma að aflífa dýrin og MAST telur sérstaka ástæðu til að farið verði ítarlega yfir öll gögn og í kjölfarið metið hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Þá hefur Dýralæknafélag Íslands sent frá sér yfirlýsingu og vill stöðva veiðarnar tafarlaust. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra segir málið alvarlegt en ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir núverandi vertíð. „Ráðuneytið mitt er á þeim stað og það eru ákveðna forsendur sem ég verð að viðhafa sem embættismaður og ráðherra. Ég get ekki gert annað en það sem er skýr lagaheimild fyrir. Sú framkvæmd sem fór fram í fyrrasumar, hún er ekki í samræmi við meginmarkmið dýraverndunarlaga og það hlýtur að teljast alvarlegt og það hlýtur að teljast mikil ábyrgð þess aðila að tryggja velferð dýra við aflífun.“ Núverandi reglugerð um hvalveiðar rennur út eftir þetta veiðiár, Svandís segir góðan rökstuðning þurfa til þess að halda veiðunum áfram. „Til þess að halda áfram hvalveiðum þá þarf að rökstyðja það mjög vel. Nú erum við að viða að okkur gögnum sem lúta að dýravelferð, gögnum sem lúta að hlutverki hvala í vistkerfum og áhrif veiðana á loftslagsmál. Við erum að viða að okkur gögnum varðandi efnahagsleg áhrif af hvalveiðum. Þannig að í þessu eins og öðru vil ég undirbyggja mína ákvörðun mjög vel og ég hef sagt það áður að sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram.“ Hvalveiðar Hvalir Dýr Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Ný skýrsla Matvælastofnunar varpar dökku ljósi á fyrirkomulag hvalveiða. Það taki of langan tíma að aflífa dýrin og MAST telur sérstaka ástæðu til að farið verði ítarlega yfir öll gögn og í kjölfarið metið hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Þá hefur Dýralæknafélag Íslands sent frá sér yfirlýsingu og vill stöðva veiðarnar tafarlaust. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra segir málið alvarlegt en ekki sé hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir núverandi vertíð. „Ráðuneytið mitt er á þeim stað og það eru ákveðna forsendur sem ég verð að viðhafa sem embættismaður og ráðherra. Ég get ekki gert annað en það sem er skýr lagaheimild fyrir. Sú framkvæmd sem fór fram í fyrrasumar, hún er ekki í samræmi við meginmarkmið dýraverndunarlaga og það hlýtur að teljast alvarlegt og það hlýtur að teljast mikil ábyrgð þess aðila að tryggja velferð dýra við aflífun.“ Núverandi reglugerð um hvalveiðar rennur út eftir þetta veiðiár, Svandís segir góðan rökstuðning þurfa til þess að halda veiðunum áfram. „Til þess að halda áfram hvalveiðum þá þarf að rökstyðja það mjög vel. Nú erum við að viða að okkur gögnum sem lúta að dýravelferð, gögnum sem lúta að hlutverki hvala í vistkerfum og áhrif veiðana á loftslagsmál. Við erum að viða að okkur gögnum varðandi efnahagsleg áhrif af hvalveiðum. Þannig að í þessu eins og öðru vil ég undirbyggja mína ákvörðun mjög vel og ég hef sagt það áður að sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem vilja halda þessu áfram.“
Hvalveiðar Hvalir Dýr Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira