West Ham með forystuna eftir endurkomusigur

Aron Guðmundsson skrifar
Michail Antonio tryggði West Ham sigurinn í kvöld.
Michail Antonio tryggði West Ham sigurinn í kvöld. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

West Ham United vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið tók á móti AZ Alkmaar í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Það voru hollensku gestirnir sem tóku forystuna í fyrri hálfleik þegar Tijani Reijnders kom boltanum í netið á 41. mínútu og staðan var því 0-1 þeger flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Said Benrahma jafnaði hins vegar metin fyrir West Ham með marki af vítapunktinum á 67. mínútu áður en Michail Antonio tryggði liðinu sigurinn níu mínútum síðar.

Niðurstaðan varð því 2-1 sigur West Ham og Lundúnaliðið fer því með eins marks forystu í seinni leik liðanna sem fram fer í Hollandi í næstu viku.

Á sama tíma vann Basel óvæntan 2-1 útisigur gegn Fiorentina í hinni undanúrslitaviðureigninni. Arthur Cabral kom heimamönnum í Fiorentina yfir um miðjan fyrri hálfleikinn, en Andy Diouf jafnaði metin fyrir Basel eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Zeki Amdouni tryggði liðinu dramatískan sigur á þriðju mínútu uppbótartíma.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira