Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er ánægð með lífið á ítalíu en hún fær góðan stuðning frá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a> Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a>
Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira