Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 18:46 Verkamenn hlaða stétt í Madríd í ágúst í fyrra. Á sumum svæðum þar sem íbúar eru vanir hita, eins og sjálfstjórnarhéraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni, vinna byggingaverkamenn aðeins úti á morgnana yfir sumarið. AP/Andrea Comas Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent