Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 18:46 Verkamenn hlaða stétt í Madríd í ágúst í fyrra. Á sumum svæðum þar sem íbúar eru vanir hita, eins og sjálfstjórnarhéraðinu Andalúsíu á Suður-Spáni, vinna byggingaverkamenn aðeins úti á morgnana yfir sumarið. AP/Andrea Comas Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Yolanda Díaz, vinnumálaráðherra, greindi frá áformunum í dag. Ráðuneyti hennar segir að bannið næði meðal annars til götuþrifa og landbúnaðarstarfa. „Við höfum þegar séð mörg dæmi, sannarlega mjög alvarleg, frá hreinsunarstörfum og sorphirðu þar sem starfsmenn hafa látist af völdum hitaslags,“ sagði Díaz. Bannið er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna langvarandi þurrks sem herjar á stóran hluta Spánar. Árið í fyrra var það heitasta frá upphafi mælinga í landinu. Fyrstu fjórir mánuðir þessa árs eru jafnframt þeir þurrustu frá upphafi. Úrkoma hefur verið innan við helming af meðaltali árstímans. Apríl var sá hlýjasti frá upphafi sömuleiðis, 4,7 gráðum yfir meðaltali mánaðarins. Úrkoma var um fimmtungur þess sem gerist í aprílmánuði í meðalári, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir vikið standa vatnsból víða lágt. Að meðaltali eru þau við um helmingsgetu. Í Andalúsíu á Suður-Spáni og í Katalóníu í norðaustri er ástandið enn verra. Þar eru vatnsból aðeins fjórðungsfull, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Díaz sagði að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa áhrif á líf fólks og við því þyrftu stjórnvöld að bregðast. Bráðabirgðarannsókn alþjóðlegs hóps vísindamanna sem birt var í síðustu viku komst að þeirri niðurstöðu að hitabylgjan á Spáni, Portúgal og Norður-Afríku í apríl hafi verið hundrað sinnum líklegri en ella vegna áhrifa manna á loftslagið. Slík hitabylgja hefði verið nær óhugsandi áður en til þeirra áhrifa kom.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira