Fótbolti

Markvörðurinn sem deilir meti með Messi og Ronaldo er allur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Carbajal frá því þegar hann tók þátt í HM í Englandi 1966.
Antonio Carbajal frá því þegar hann tók þátt í HM í Englandi 1966. Getty/Hulton

Mexíkóski markvörðurinn Antonio Carbajal er látinn en hann varð 93 ára gamall.

Carbajal lék í marki Mexíkó og tók þátt í fimm heimsmeistaramótum eða á HM 1950 í Brasilíu, HM 1954 í Sviss. HM 1958 í Svíþjóð, HM 1962 í Síle og HM 1966 í Englandi.

Carbajal var sá fyrsti í sögunni til að taka þátt í fimm heimsmeistaramótum og átti einn metið í 32 ár.

Árið 1998 jafnaði Þjóðverjinn Lothar Matthaus afrek hans og seinna hafa bæst í hópinn þeir Rafael Marquez, Andres Guardado, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Carbajal talaði sjálfur um að Real Madrid hafi sýnt honum áhuga frá 1950 til 1954 en hann yfirgaf aldrei heimalandið og lék allan feril sinn með Club Leon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×