Rifta samningi við verktaka vegna nýs Kársnesskóla Atli Ísleifsson skrifar 10. maí 2023 06:23 Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs segja galla vera á unnu verki verktakans og þá hafi verktakinn ekki sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar á verksamningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher vegna byggingar nýs Kársnesskóla. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Morgunblaðið segir frá málinu en þar segir að myglusveppur hafi fundist í byggingunni og að nýir gluggar hafi lekið. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að lagt hafi verið til að samningnum yrði rift þar sem gallar á verki verktakans hafi komið í ljós og sömuleiðis hafi hann ekki sinnt fullnægandi úrbótum, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Það sé markmið að framkvæmdum ljúki á fyrri hluta næsta árs, en upphaflega gerðu áætlanir ráð fyrir að kennsla hæfist í hinu nýja húsi næsta haust. Gert er ráð fyrir að í hinum nýja skóla verði samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund og aðstöðu fyrir tómstundastarf og tónlistarnám. Teikningar af nýjum Kársnesskóla. Byggingin mun hýsa leikskóla og grunnskólanemendur á fyrsta skólastigi.Batteríið Mygla greindist í Kársnesskóla við Skólagerði árið 2017 og var að lokum ráðist í að rífa skólann rúmu ári síðar. Starfsemi skólans var þá flutt í húsnæði Kársnesskóla við Vallargerði en árið 2019 greindist sömuleiðis mygla þar. Rizzani de Eccher átti lægsta tilboðið í útboði vegna byggingu nýs skóla árið 2021, nokkru undir kostnaðaráætlun. Væntingar fara þverrandi Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt sé að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í byggingu nýs Kársnesskóla. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Arnar „Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans fara þverrandi. Óhjákvæmilegt er því að heimilað verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Riftun gæti haft í for með sér röskun Átta bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vina Kópavogs greiddu atkvæði með riftun, en tveir fulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar sátu hjá. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi atkvæði gegn. Í bókun fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar vegna afgreiðslu málsins segir að riftun geti haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. „Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til þess að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu,“ segir í bókuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Byggingariðnaður Tengdar fréttir Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Morgunblaðið segir frá málinu en þar segir að myglusveppur hafi fundist í byggingunni og að nýir gluggar hafi lekið. Haft er eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að lagt hafi verið til að samningnum yrði rift þar sem gallar á verki verktakans hafi komið í ljós og sömuleiðis hafi hann ekki sinnt fullnægandi úrbótum, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Það sé markmið að framkvæmdum ljúki á fyrri hluta næsta árs, en upphaflega gerðu áætlanir ráð fyrir að kennsla hæfist í hinu nýja húsi næsta haust. Gert er ráð fyrir að í hinum nýja skóla verði samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund og aðstöðu fyrir tómstundastarf og tónlistarnám. Teikningar af nýjum Kársnesskóla. Byggingin mun hýsa leikskóla og grunnskólanemendur á fyrsta skólastigi.Batteríið Mygla greindist í Kársnesskóla við Skólagerði árið 2017 og var að lokum ráðist í að rífa skólann rúmu ári síðar. Starfsemi skólans var þá flutt í húsnæði Kársnesskóla við Vallargerði en árið 2019 greindist sömuleiðis mygla þar. Rizzani de Eccher átti lægsta tilboðið í útboði vegna byggingu nýs skóla árið 2021, nokkru undir kostnaðaráætlun. Væntingar fara þverrandi Í fundargerð bæjarstjórnar kemur fram að í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt sé að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp sé komin í byggingu nýs Kársnesskóla. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Arnar „Undirrituð telja að Kópavogsbær geti ekki lengur unað við alvarlegar og viðvarandi vanefndir aðalverktaka Kársnesskóla. Ítrekaðar áskoranir til verktakans um að koma verkinu á réttan kjöl hafa ekki borið árangur og væntingar um að verkið klárist með fullnægjandi hætti undir stjórn hans fara þverrandi. Óhjákvæmilegt er því að heimilað verði að taka nauðsynlegar ákvarðanir til að koma verkinu í viðunandi horf með hagsmuni íbúa að leiðarljósi,“ segir í bókuninni. Riftun gæti haft í for með sér röskun Átta bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vina Kópavogs greiddu atkvæði með riftun, en tveir fulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar sátu hjá. Bæjarfulltrúi Viðreisnar greiddi atkvæði gegn. Í bókun fulltrúa Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar vegna afgreiðslu málsins segir að riftun geti haft í för með sér umtalsverða röskun á byggingu nýs Kársnesskóla. „Bæði geta orðið tafir á verkinu auk þess sem kostnaður mun að öllum líkindum aukast, enda er líklegt að dýrara sé að fá aðra verktaka til verksins. Þá hafa verktakaskipti almennt neikvæð áhrif á ábyrgð á gæðum verksins, sem verður óskýrari eftir því sem fleiri koma að því. Verktaki hefur í samskiptum sínum við Kópavogsbæ haldið fram vanefndum bæjarins og gert kröfu um framlengingu á verktíma og bætur vegna þess. Undirritaðar telja mikilvægt að leita allra leiða til þess að ná samningum við núverandi verktaka um að ljúka verkinu,“ segir í bókuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Byggingariðnaður Tengdar fréttir Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði Mygla fannst í aðalbyggingu Kársnesskóla við Vallargerði nú á dögunum og hefur tilkynning verið send á foreldra. Myglan kom upp í álmu þar sem fyrsti og þriðji bekkur er til húsa en aðgerðir vegna myglunnar eru nú þegar hafnar. Sex kennslustofur verða rýmdar og voru tvær rýmdar um leið og grunur lék á að um myglu væri að ræða, áður en niðurstöður lágu fyrir. 13. október 2022 16:45