Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 18:07 Mariia Alekhina á tónleikum með Pussy Riot í Sviss í fyrra. Vísir/EPA Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina. Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina.
Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira